• Fornleifastofnun Íslands

  The Institute of Archaeology
  Iceland
 • Fornleifastofnun Íslands

  The Institute of Archaeology
  Iceland

Fornleifastofnun Íslands

UM OKKUR

Fornleifastofnun hefur sett sér metnaðarfull markmið um hágæðarannsóknir á sviði íslenskrar fornleifafræði. Stofnunin hefur einsett sér að vera í fararbroddi vísindalegra rannsókna á íslenskum fornleifum og nær þeim markmiðum með öflugum grunnrannsóknum, nánu samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn og rannsóknarstofnanir, og virkri akademískri umræðu sem meðal annars birtist í öflugu útgáfustarfi. Okkar fólk.

Þjónusta

 • Skráning

  Skráning

  Fornleifaskráning er skipuleg kortlagning allra fornleifa, þ.e. mannvistarleifa sem eru eldri en 100 ára og teljast því friðhelgar skv. þjóðminjalögum. Frá árinu 1993 hefur Fornleifastofnun Íslands unnið að fornleifaskráningu víða um land og unnið jafnt og þétt að því að bæta skráningarkerfið, geymslu og miðlun gagnanna. Fornleifaskráningu er skipt í svæðis-, aðal- og deiliskráningu.

  Frekari upplýsingar ma finna hér

 • Áhættumat

  Áhættumat

  Góð skipulags- og hönnunarvinna byggir á Þekkingu á landsháttum og áhrifum byggingar á umhverfið. Við sérhæfum okkur í áhættumati á menningarminjum. Hafa samband.

 • Excavation

  Uppgröftur

  Fjölmargir uppgreftir eru gerðir á vegum Fornleifastofnunar á hverju ári. Þar er bæði um að ræða stór verkefni sem eru unnin á mörgum árum og smærri fornleifakannanir sem oft eru gerðar fyrir framkvæmdaaðila, t.d. Vegagerðina eða sveitarfélög og verkfræðistofur sem fyrirhuga byggingar og aðrar stórframkvæmdir.

 • Forvarsla

  Forvarsla gripa

  Við forverjum og skráum gripi. Hafið samband fyrir frekari upplýsingar

 • Ferðamennska

  Menningarminjar og ferðamennska

  Okkar fólk hefur mikla reynslu af menningartengdri ferðamennsku. Sjá nánar hér

Útgáfur

Uppgraftarskýrslur

Gjaldfrjálst aðgengi

Við höfum gefið út yfir 500 skýrslur; megnið af þeim eru aðgengilegar á síðu okkar.

Archaeologia Islandica

Ritrýnt fræðirit

Rit Fornleifastofnunar Íslands, Archaeologia Islandica, kom fyrst út í nóvember 1998. Með útgáfu ritsins er stefnt að því að kynna alþjóðlegum lesendahópi fornleifarannsóknir á Íslandi. Ritið birtir nýjar greinar um íslenska fornleifafræði eða efni tengt henni, allt frá landnámi á 9. öld til síðari tíma. Greinarnar eru á ensku. Ritstjóri er Orri Vésteinsson.

Skráningarskýrslur

Hér má finna nýjustu skráningarskýrslur okkar.

.

Menntun

Fornleifaskólinn

Fornleifaskólinn var settur á stofn árið 1997, og hefur verið starfræktur á hverju sumri síðan þá. Hlutverk skólans er að auka þekkingu íslenskra og erlendra nemenda á íslenskri fornleifafræði. Nemendur, hvaðanæva úr heiminum hafa tekið þátt í námskeiðum skólans þar sem þeim eru kennd undirstöðuatriði íslenskrar fornleifafræði. Skólinn starfar í 4 vikur á hverju sumri og fá nemendur þjálfun í uppgrefti og fornleifaskráningu en einnig er kennt með fyrirlestrum, málstofum og verklegum tímum í umsjá fornleifafræðinga og annarra vísindamanna. Þátttakendur í fornleifaskólanum þurfa að hafa hafið nám í fornleifafræði og einnig er æskilegt að áhugasvið þeirra tengist íslenskri fornleifafræði, eða fornleifafræði Norður-Atlantshafsins. Síða skólans

Fornleifaskóli barnanna

Fornleifaskóli barnanna er verkefni sem Fornleifastofnun Íslands hefur tekið þátt í undanfarin þrjú ár ásamt samstarfsaðilum úr Litlulaugaskóla í Reykjadal, Hinu þingeyska fornleifafélagi og fornleifafræðingum við Hunter og Brooklyn Háskóla í New York. Síða skólans.

Háskóli Íslands

Fornleifastofnun Íslands tók virkan þátt í stofnun fornleifasviðs við Háskóla Íslands og hefur haldið uppi sterkri samvinnu síðan. Heimasíða sviðsins má finna hér.

Gagnagrunnur okkar, ÍSLEIF, hefur upplýsingar um 100.000 forminjar á landinu, og er langstærsta safn sinnar tegundar hér á landi.

Verkefni okkar

Fréttir

Yfirlýsing Starfsmannafélags Fornleifastofnunar Íslands

Starfsmenn Fornleifastofnunar Íslands lýsa yfir þungum áhyggjum af þeim hugmyndum sem uppi eru um sameiningu stjórnsýslustofnunarinnar Minjastofnunar Íslands og eins af höfuðsöfnum landsins, Þjóðminjasafns Íslands. Þá gagnrýnum við þau frumvarpsdrög sem lögð hafa verið fram í tengslum við þessar breytingar. Undirbúningur samrunans hefur verið hraður, ógegnsær og án raunverulegs samráðs við fagaðila og hagsmunahópa.

LESA NÁNAR

Fornleifastofnun Íslands auglýsir eftir fornleifafræðingum til starfa

Fornleifastofnun Íslands óskar eftir að ráða sjálfstæða og ritfæra fornleifafræðinga/fornleifafræðinema til starfa við fornleifaskráningu. Æskilegt er að umsækjendur hafi gaman af gönguferðum og útivist, brennandi áhuga á fornleifafræði, geti unnið sjálfstætt og skipulega og hafi góða hæfni í mannlegum samskiptum.

LESA NÁNAR

Tímamót í útgáfu Archaeologia Islandica

Stórmerkum áfanga í sögu útgáfu um fornleifafræði á Íslandi var náð í sumar þegar rit Fornleifastofnunar Íslands, Archaeologia Islandica, kom út í tíunda skipti. Við þessi tímamót tekur Orri Vésteinsson við ritstjórn af dr. Gavin Lucas sem hefur ritstýrt ArchIs frá upphafi.

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Gróska í bókaútgáfu um fornminjar

Nú er gósentíð í bókaútgáfu um fornminjar og fornleifarannsóknir en margar bækur hafa komið út á síðustu árum og eru væntanlegar. Nýjasta dæmið er bók Hjörleifs Stefánssonar, Af jörðu, glæsilegt rit um íslensk torfhús. Af eldri bókum má nefna bók Steinunnar Kristjánsdóttur um uppgröftinn á Skriðuklaustri, bók Guðrúnar Sveinbjarnardóttur um uppgröftinn í Reykholti, Mannvist eftir Birnu Lárusdóttur, bók um uppgröftinn á Hofstöðum í ritstjórn Gavins Lucas og greinasafnið Upp á yfirborðið sem Fornleifastofnun gaf út.

LESA NÁNAR

Ráðstefna NABO á Akureyri

Dagana 12.-13. júlí næstkomandi fer fram fjölbreytt og spennandi ráðstefna NABO (North Atlantic Biocultural Organisation) á Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri. Fornleifastofnun Íslands kemur að mörgum af þeim rannsóknum sem kynntar verða á ráðstefnunni en frekari upplýsingar og dagskrá er að finna á heimasíðu NABO: http://www.nabohome.org/meetings/Akureyri2013/

LESA NÁNAR

NÝ GREIN UM FORNGARÐA

Fyrr í þessum mánuði kom Árbók Þingeyinga út. Árbókin er sameiginlegt héraðsrit Norður- og Suður-Þingeyjarsýslu. Í bókinni er að vanda að finna margar fróðlegar og skemmtilegar greinar en að þessu sinni eiga tveir starfsmanna Fornleifastofnunar grein í ritinu.

LESA NÁNAR

FORNLEIFASKRÁNING Í ÖRÆFUM

Árið 2011 fengu starfsmenn Fornleifastofnunar úthlutað litlum styrk úr Kvískerjasjóði til að hefja vettvangsskráningu á fornleifum á jörðinni Kvískerjum í Öræfum. Kvísker er austasti bær í gamla Hofhreppi í Öræfum, sunnan undir Öræfajökli. Á jörðinni búa enn tveir aldraðir bændur sem muna svo sannarlega tímanna tvenna. Skráningin fór fram síðasta haust og miðaðist að því að safna fróðleik hjá Kvískerjabræðrum og skrá minjar í heimatúni og í nágrenni þess.

LESA NÁNAR

NÝJAR GRÆNLENSKAR RÚNIR FUNDUST Í SUMAR

Síðastliðið sumar fór fram uppgröftur í þorpinu Igaliku á Suður-Grænlandi. Staðurinn hét áður Garðar og þar var biskupsstóll norrænu byggðanna á Grænlandi. Þar eru vel þekktar rústir kirkju og miklar byggingaleifar frá miðöldum. Fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands tóku þátt í uppgreftinum ásamt félögum sínum frá Grænlandi, Danmörku og Bandaríkjunum.

LESA NÁNAR

HAFA SAMBAND

Heimilisfang

Finndu okkar helstu verkefni!
= = = = = = *