starfsfólk vantar

 

Fornleifastofnun Íslands óskar eftir að ráða sjálfstæða og ritfæra fornleifafræðinga/fornleifafræðinema til starfa við fornleifaskráningu. Æskilegt er að umsækjendur hafi gaman af gönguferðum og útivist, brennandi áhuga á fornleifafræði, geti unnið sjálfstætt og skipulega og hafi góða hæfni í mannlegum samskiptum.

Starfið felst í fornleifaskráningu á vettvangi og frágangi gagna – heimildagrúski, viðtölum við bændur, búalið og spekinga, skráningu og kortlagningu rústa og annarra minjastaða og skýrsluritun.  Skráningin getur nýst sem hluti af nauðsynlegri vettvangsreynslu í námi við HÍ.

Um er að ræða fullt starf sumarið 2016 með möguleika á frekari vinnu í kjölfarið næstu sumur eða til lengri tíma. Nýliðar fá fræðslu um aðferðir og tækjabúnað á vormisseri 2016. Kennt á ýmis teikni- og kortaforrit þegar að frágangi kemur. 

Frábær vinna og einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja öðlast reynslu og hasla sér völl á sviði fornleifafræði. Umsóknir og starfsferilsskrá sendist á Elínu Ósk Hreiðarsdóttur (elin@instarch.is) fyrir 10. febrúar 2016.